Kvæði úr óuppsettum söngleik

Þessi kvæði voru ort haustið 2003 við bráðskemmtilegan söngleik eftir Björn Sigurjónsson. Ekkert útlit er fyrir að hann verði settur upp á næstunni.

Wednesday, October 06, 2004

Sælgætislagið

Þetta lag syngur skutlan í stykkinu þegar hún er að fríka út á heilsusamlegu líferni.


Hvað er svona æðislegt við endorfín?
að engjast um í krampakenndri mæði,
hlaupa, stökkva og svitna eins og svín,
ég súkkulaði miklu fremur þæði.

Pheny la la nin
Phe nyle thy la min
það er betra en vatn og vítamín.

Karamella er betri en dóp og brennivín
og brjóstsykurinn örvar heilans flæði.
Á súkkulaði æpir sála mín
því sykurkikk ég fremur vímu þæði.

Pheny la la nin
Phe nyle thy la min
það er betra en hass og heróín.

Mig langar ekki í skemmtun, hlátur, skaup og grín
og skammvinn nautn er klístruð svita og sæði
og oft er feikuð fullnægingin mín
ég fremur ekta súkkulaði þæði.

Pheny la la nin
Phe nyle thy la min
er miklu betra en ástarbrögðin þín.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home